Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði ætlar að kæra eitt hundrað milljóna greiðslu til FH og það áður en bæjarstjórn hafði veitt heimild til greiðslunnar.
Upphafið málsins og deilnanna má sjá hér:
„Sit á bæjarstjórnarfundi undir umræðu um viðauka við fjárhagsáætlun og fæ hér þær upplýsingar að þegar sé búið að greiða út úr bæjarsjóði 100 milljónir samkvæmt viðaukatillögunni sem ekki er enn samþykkt!
Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn,“ skifaði Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir meðan á bæjarstjórnarfundi stóð.
Þá bókaði meirihlutinn:
„Samkvæmt rammasamkomulagi Hafnarfjarðarbæjar við Fimleikafélag Hafnarfjarðar er kveðið á um að starfshópur, svokallaður Kaplakrikahópur sem stofnaður hefur verið, muni m.a. hafa fjárhagslegt eftirlit með framkvæmd við byggingu nýs knatthús, og tryggja að greiðslur vegna eignaskiptanna verði inntar af hendi samkvæmt fjárhagsáætlun ársins sem samþykkt var í desember 2017 og eftir því sem framkvæmdum framvindur. Í Kaplakrikahópnum eru meðal annars endurskoðandi bæjarins og lögmaður en bæjarfulltrúar minnihlutans hafa afþakkað þátttöku í hópnum.“