- Advertisement -

Minnihlutinn kærir meirihlutann

Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði ætlar að kæra eitt hundrað milljóna greiðslu til FH og það áður en bæjarstjórn hafði veitt heimild til greiðslunnar.

Upphafið málsins og deilnanna má sjá hér:

„Sit á bæjarstjórnarfundi undir umræðu um viðauka við fjárhagsáætlun og fæ hér þær upplýsingar að þegar sé búið að greiða út úr bæjarsjóði 100 milljónir samkvæmt viðaukatillögunni sem ekki er enn samþykkt!
Illa fer þetta kjörtímabil af stað ef bæjarstjóri er farin að greiða úr bæjarsjóði án heimildar 100 milljónir án staðfestingar frá bæjarstjórn,“ skifaði Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir meðan á bæjarstjórnarfundi stóð.

Þá bókaði meirihlutinn:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sam­kvæmt ramma­sam­komu­lagi Hafnar­fjarðar­bæjar við Fim­leika­fé­lag Hafnar­fjarðar er kveðið á um að starfs­hópur, svo­kallaður Kapla­krika­hópur sem stofnaður hefur verið, muni m.a. hafa fjár­hags­legt eftir­lit með fram­kvæmd við byggingu nýs knatt­hús, og tryggja að greiðslur vegna eigna­skiptanna verði inntar af hendi sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun ársins sem sam­þykkt var í desember 2017 og eftir því sem fram­kvæmdum fram­vindur. Í Kapla­krika­hópnum eru meðal annars endur­skoðandi bæjarins og lög­maður en bæjar­full­trúar minni­hlutans hafa af­þakkað þátt­töku í hópnum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: