- Advertisement -

Minnihlutinn éti það sem úti frýs

Öll þessi mál eru þegar komin í gegnum umsagnarfeli og tilbúin til frekari meðhöndlunar.

Inga Sæland skrifar:

Alþingi / Nú liggja 18 þingmannamál frá okkur í Flokki Fólksins inn í fasta-nefndum þingsins og fá ekki að koma í aðra umræðu inn í þingsal. Öll þessi mál lúta að bættum hag borgaranna. Öll þessi mál eru þegar komin í gegnum umsagnarfeli og tilbúin til frekari meðhöndlunar. Svona er starfið á þingi, minnihlutinn getur étið það sem úti frýs, í besta falli tekur stjórnarmeirihlutinn eitthvað af okkar góðu málum og gerir að sínum. Mikið væri það nú ánægulegt.

Þingmál Flokks fólksins eftir nefndum, velferðarnefnd:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • 1. Skerðingarlaus atvinnuþátttaka öryrkja til tveggja ára
  • 2. Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
  • 3. Hagsmunafulltrúi aldraðra
  • 4. Upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir
  • 5. Fjárhæð bóta fylgi launavísitölu
  • 6. Aldurstengd örorkuuppbót haldist eftir töku ellilífeyris
  • 7. 100.000 kr. frítekjumark vegna lífeyristekna
  • 8. Afnám Vasapeningafyrirkomulags
  • 9. Almannatryggingar (kostnaður við framkvæmd greiðslna)

Efnahags- og viðskiptanefnd:

  • Skattleysi launatekna undir 350.000 kr. 9. mál, þingsályktunartillaga
  • Staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð. 25. mál, þingsályktunartillaga
  • Aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum. 292. mál, þingsályktunartillaga

Atvinnuveganefnd:

  • Fiskistofa (niðurfelling strandveiðigjalds), 71. mál, lagafrumvarp
  • Stjórn fiskveiða (tilhögun strandveiða), 118. mál, lagafrumvarp

Umhverfis- og samgöngunefnd:

  • Mat á umhverfisáhrifum (vatnsorkuver, vindbú), 90. mál, lagafrumvarp

Allsherjar- og menntamálanefnd:

  • Greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota (hækkun bótagreiðslna), 85. mál, lagafrumvarp
  • Skaðabótalög (launaþróun og gjafsókn), 430. mál, lagafrumvarp
  • Höfundalög (mannvirki), 456. mál, lagafrumvarp

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: