„Af þessum sökum getur vart talist heppilegt að lagasetningin nú sé afgreidd með hraði á næturfundi og án mikillar samstöðu, en einungis 28 þingmenn greiddu lögunum atkvæði,“ segir meðal annars í leiðara Moggans í dag.
Þar er rakinn vandræðagangur ríkisstjórnarinnar og eins hvers létt ríkisstjórn komst úr þeim vanda og hversu lítið ráðherrar gerðu úr vandanum:
„Óhætt er að segja að ráðherrann hefur komist furðu vel í gegnum þá umræðu sem á eftir fylgdi. Er raunar verulegt áhyggjuefni hve létt ýmsir, þar með talið forysta ríkisstjórnarinnar, hafa litið þau mistök. Laga- og reglusetning af þessum toga ætti aldrei að fara fram án eðlilegs undirbúnings og það ætti aldrei að þykja léttvægt að takmarka frelsi borgaranna.“
Næst koma þetta:
„Af þessum sökum getur vart talist heppilegt að lagasetningin nú sé afgreidd með hraði á næturfundi og án mikillar samstöðu, en einungis 28 þingmenn greiddu lögunum atkvæði. Aðrir voru andvígir, sátu hjá eða voru fjarverandi, af ýmsum ástæðum. Þetta er tæpast sú niðurstaða sem heilbrigðisráðherra hefur óskað sér eftir það sem á undan er gengið. Ætla hefði mátt, ekki síst í ljósi þess að lagaheimildin er aðeins tímabundin, að hægt hefði verið að ná meiri samstöðu um hana eða aðra færa leið, en því var ekki að heilsa. Við atkvæðagreiðslu um málið skýrði heilbrigðisráðherra takmarkaða samstöðu á þingi með því að hluti þingmanna léti málið snúast um annað en sóttvarnir. Ekki var sérstök ánægja með þau orð, þó að eflaust sé eitthvað til í þeim, en ráðherra mætti einnig horfa til forsögu málsins og þeirra efasemda sem fyrri framganga óneitanlega vekur.“