- Advertisement -

Minnihlutaflokkar takast á um skatta fyrirtækja

„Af 10 stærstu fyrirtækjum landsins hafa eingöngu 4 höfuðstöðvar í Reykjavík. Það ætti að vera kappsmál fyrir Reykjavíkurborg að skapa hér góð skilyrði til reksturs fyrirtækja.“

Deildar meiningar eru milli Sjálfstæðisflokks og Sósíalista í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkur vill lækka fasteignagjöld atvinnuhúsa, en Sanna Magdalena vill það alls ekki, reyndar þveröfugt.

Hún bókaði: „Sósíalistaflokkurinn hafnar því að Reykjavíkurborg eigi að stunda kapphlaup við önnur sveitarfélög í að aflétta álögum á fyrirtæki. Þvert á móti ætti Reykjavíkurborg að byggja upp samstöðu meðal sveitarfélaga um að hætta slíku, enda hafa afslættir sveitarfélaga á gjöldum fyrirtækja grafið undan getu sveitarfélaganna til að sinna lögbundnum skyldum gagnvart íbúunum. Sósíalistar hvetja til þess að Reykjavíkurborg taki forystu um endurskoðun á tekjuöflun sveitarfélaga og geri kröfur um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur, aðstöðugjöld verði aftur lögð á fyrirtæki og gripið verði til annarra aðgerða svo fyrirtækin og auðugasta fólkið á Íslandi greiði sanngjarnan hlut til sveitarfélaganna. Endurreisn skattkerfisins og afnám skattfríðinda hinna ríku er frumforsenda þess að hægt verði að byggja hér upp gott samfélag.“

Og þá bókuðu Sjálfstæðismenn:

Því þolir atvinnulífið í borginni síður slíkar hækkanir og þær skerða samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni gagnvart fyrirtækjum í sveitarfélögum með lægri skattheimtu.
Þú gætir haft áhuga á þessum

„Samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2019 hækkar atvinnuhúsnæði um 16,6%. Þetta leiðir að óbreyttu til hundraða milljóna króna í aukna skattheimtu á fyrirtæki. Fasteignagjöld eru óheppileg skattheimta á fyrirtæki þar sem þau leggjast á eigið fé þeirra óháð afkomu og skuldsetningu. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin, nú þegar hægir á vexti í hagkerfinu, auk þess að launaskrið hefur verið umtalsvert á síðustu árum. Því þolir atvinnulífið í borginni síður slíkar hækkanir og þær skerða samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni gagnvart fyrirtækjum í sveitarfélögum með lægri skattheimtu. Af 10 stærstu fyrirtækjum landsins hafa eingöngu 4 höfuðstöðvar í Reykjavík. Það ætti að vera kappsmál fyrir Reykjavíkurborg að skapa hér góð skilyrði til reksturs fyrirtækja.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: