Gunnar Smári:
Okei, forstjórinn hættir í stjórnum dótturfyrirtækja og fær áfram launin. Humm, hvernig getur það gengið. Svo fylgir einhver skýring á að forstjórinn þurfi þá að kynna sér það sem fram fór í dótturfyrirtækjunum og eigi að fá laun fyrir það. Gerir hann þetta á nóttinni, utan venjulegs vinnutíma sem forstjóri? Þessi rök elítu- og afætufólksins eru bráðfyndin, ef þetta fjallaði í raun ekki um niðurbrot alls siðferðis opinberrar þjónustu.