- Advertisement -

Minni stjórnarflokkarnir enn í vanda

- bilið milli Sjálfstæðisflokks og VG breikkar.

MMR hefur birt nýja könnun um fylgi flokkanna. Breytingarnar eru litlar frá fyrri könnun.

Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt lítið eitt, fer úr 25,2 prósentum í 25,6. Vinstri græn mælast með 21,4 prósent, sem er lækkun um tvö prósentustig. Bilið milli tveggju stærstu flokkanna hefur því aukist nokkuð.

Píratar mælast með 14,1 prósent sem er 1,3 prósenti meira en síðast.

Framsókn fer úr 11,1 prósenti í 12,2. Samfylkingin missir nokkuð fylgi, er með 9,3 nú en var með 10,6 síðast.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórnarflokkarnir tveir, Viðreisn og Björt framtíð er nokkuð frá kjörfylgi. Viðreisn mælist nú með 5,5 prósent sem er hálfu prósentustigi meira en síðast og Björt framtíð er enn nokkuð langt frá fimm prósenta múrnum, er með 3,4 prósent, sem er ögn meira en síðast.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: