Minni máttar í eigin ríkisstjórn
Það var pínlegt að fylgjast með Katrínu Jakobsdóttur í Víglínunni í gær. Öll höfum við hrifist af framgöngu Katrínar á liðnum árum. Nú hefur hún ratað í miklar ógöngur. Forsætisráðherratíð hennar virðist ætla að fá hreint ómögulegan endi.
Tvö helstu mál Katrínar og hennar flokks eru breytingar á stjórnarskránni og þjóðgarðurinn á miðhálendi Íslands. Í báðum þessum málum er Katrín með allt í skrúfunni. Nýtur ekki stuðnings innan eigin ríkissjórnar.
Það verður bagalegt fyrir Katrínu að hefja kosningabaráttuna í þeim mikla mótvindi sem blæs gegn henni. Hennar bíður glíma við samstarfsflokkana. Þeir leggjast, með nokkrum þunga, gegn báðum þessum málum. Katrín þarf að leita stuðnings hjá stjórnarandstsöðunni.
Öll samheldni er úr ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Staða hennar versnar dag frá degi. Hrópandi samþykki Katrínar til samþykkis á bankasölunni gerir stöðu hennar enn verri. Miklu verri. Þar kolgeypir hún fyrri orð og skoðanir. Þetta ætlar að enda illa.
-sme