Minni átök þegar störf eru flutt
Samfélag „Það má segja að það séu um tveir þriðju af opinerum útgjöldum séu á vegum ríkisins, þriðjungur hjá sveitarfélögunum. Á Norðurlöndunum er þetta öfugt, þriðjungur hjá ríkinu og tveir þriðju hjá sveitarfélögunum, “ sagði Þóroddur Bjarnason, sem er bæði prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, en hann var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudaginn var. Þar var rætt um flutning verkefna frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina.
Þóroddur sagði hægt að fara nokkrar leiðir við að færa störf út á land, það er hægt að færa heilar stofnanir til, stofna útibú, velja nýjum stofnunum stað utan höfuðborgarsvæðisins og fleira er talið til.
„Það hafa verið miklu minn átök þegar störf eru flutt en heilar stofnanir.“
Allt viðtalið má sjá hér.