Heimildir herma að Kári Stefánsson hafi fengið móðurfélag DeCode til að samþykkja að starfsemi félagsins snúi nú nánast alfarið að þjónustu við Íslendinga vegna Covid-19.
Fullyrt er að það kosti DeCode um hálfan annan milljarð á mánuði. Þá er fullyrt að vísindaleg vitneskja DeCode, sem fæst með þátttöku félagsins, verði ekki föl að starfi loknu. Heldur verði hverjum sem gagn kann að hafa af, heimilt að nýta rannsóknarvinnuna, sér til gagns.