Milla Ósk vill ekki nafnið Borgar Búi Einarsson: „Óskiljanlegt“ segir Einar
Sigurvegarinn í borgarstjórnarkosningunum, oddviti framsóknarmanna, Einar Þorsteinsson, sagði frá því á Twitter-síðu sinni að hann lagt til nafnið Borgar Búi Einarsson, fyrir nýfæddan son sinn og Millu Óskar Magnúsdóttur, sem verður skírður 17. júní næstkomandi.
Samkvæmt Einari var Milla Milla Ósk ekki hrifin af hugmyndinni.
„Eða réttara sagt andsnúin hugmyndinni. Sem er óskiljanlegt,“ skrifaði Einar, sem sagðist hafa lagt til nafnið Borgar Línus; sú nafnahugmynd var einnig slegin útaf borðinu hjá Millu konu Einars.
Einar er þó hvergi hættur.
„Ef hann hefði verið stúlka þá hefði Elínborg Ólína komið til álita. Kölluð Borga Lína. En svona er lífið,“ skrifar verðandi borgarstjóti, Einar Þorsteinsson.