„Í mars 2019 lagði Flokkur fólksins fram bókun þess efnis að ávallt komi fram í yfirliti sundurliðaður kostnaður við móttökur og að fram komi hver (hverjir) óskuðu eftir að móttakan færi fram og í hvaða tilgangi. Í yfirliti sem nú er birt kemur fram hvaða móttaka um er að ræða, hvar og hvenær og tengiliður hennar, sem væntanlega er þá sá sem biður um móttökuna?. Tíu móttökur eru samþykktar og tveimur synjað. Kostnaður kemur fram en ekki sundurliðaður. Hvað varðar fjórar móttökur sem allar eru afstaðnar er aðeins birtur áætlaður kostnaður. Tvær af 10 móttökum kostuðu yfir 800.000. Flokki fólksins finnst þetta mikill peningur og vill enn og aftur gera kröfu um að fá að sjá allan kostnað sundurliðaðan,“ segir í bókun Flokks fólksins í forsætisnefnd Reykjavíkur.