Umræðan Íhaldsstjórnir þær, sem verið hafa við völd hér frá 2013, frá því kreppunni lauk, hafa barið sér á brjóst og látið sem þær væru að vinna mikil afrek, einkum í málefnum aldraðra og öryrkja.
Einna fyrstur með þessi mannalæti var Sigmungur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisáðherra, en hann sagði vorið 2015 eftir að lágmarkslaun höfðu hækkað um 14,5% að það ætti að fara að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja meira en nokkru sinni áður i sögunnni.
Nokkru seinna tók Bjarni Benediktsson þá fjármálaráðherra síðan undir söng Sigmundar Davíðs og sagði að þeir stjórnarherrarnir væru að hækka lífeyri meira en gerst hefðu áratugum saman. Það sem gerðist í þessu efni 2015 var 3% hækkun lífeyris! Það voru öll ósköpin.
Þegar Þorsteinn Víglundsson kom í félagsmálaráðuneytið um síðustu áramót hóf hann söng Bjarna nær óbreyttan og sagði, að hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja hefði orðið meiri en áratugum saman! Hann var þá að tala um 12 þúsund kr. hækkun aldraðra í hjónabandi og sambúð um síðustu áramót,eftir skatt eða 6,5% hækkun, þegar hann fékk sjálfur 45% hækkun!
Hagstofan segir í tengslum við launakönnun sína í gær, að þeir hæst launuðu hafi fengið mestu hækkunina en þeir með lægri launin mun minni hækkun. Misskiptingin eykst.
Björgvin Guðmundsson.