- Advertisement -

„Mikilvægt að ríkisvaldið sé ekki að níðast á fötluðu og langveiku fólki“

Guðmundur Ingi Kristinsson í ræðustól Alþingis.
Mynd: ruv.is.

„Það er ofsalega mikilvægt að ríkisvaldið sé ekki að níðast á fötluðu og langveiku fólki. Við erum með kerfi sem eru ótrúlega viðkvæmt, sérstaklega í heilbrigðiskerfinu og sérstaklega er varðar börn. Ég hef alltaf sagt og ætla að segja það hér enn og aftur, og ég mun segja það mörgum sinnum þangað til það skilst vonandi í eitt skipti fyrir öll: Eitt barn á bið eftir þjónustu er einu barni of mikið,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins.

„Hæstvirtur fjármálaráðherra talaði í dag um fjölda öryrkja, tíu prósent af þjóðinni, vinnandi fólki. Það yrði að bregðast við því. Hvað er ríkisstjórnin að gera til að bregðast við þessu? Ég get alveg sagt ykkur það. Hún er að framleiða öryrkja á færibandi inn í framtíðina. Hvernig fer hún að því? Jú, með því að neita börnum um þjónustu. Þriggja ára barn sem þarf talþjálfun, hvernig er staðan á því eftir þrjú ár þegar það kemst að? Hvernig kemur skólaganga þess út? Eða barnið sem ég heyrði um, sjö ára, sem þurfti að fá greiningu, fara í gegnum greiningarferlið, og það var sagt: Þið megið þakka fyrir ef barnið kemst að þegar það er orðið níu eða tíu ára. Hvað verður um þessa einstaklinga þegar þeir fara í gegnum skólakerfið? Þetta er ávísun á öryrkja framtíðar. Þess vegna segi ég: Við verðum að sjá til þess að börn séu ekki að bíða eftir þjónustu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: