- Advertisement -

Mikill samdráttur í heilbrigðismálum

- þrátt fyrir efnahagsstöðuna er þrengt illilega að mörgum heilbrigðisstofnunum. Verkin sýna merkin og ríkisstjórnarflokkarnir tapa miklu fylgi.

„…fjár­lög árs­ins 2018 og þau fjár­lög sem nú hafa verið lögð fram fyr­ir árið 2019 fela í sér niður­skurð á nú­ver­andi rekstri nán­ast allra hjúkr­un­ar­heim­ila lands­ins sem og rekstri margra annarra veit­enda heil­brigðisþjón­ustu eins og SÁÁ og Sjálfs­bjarg­ar­heim­il­is­ins. Frum­varpið fel­ur einnig í sér niður­skurð hjá rekstr­araðilum dagdval­arþjón­ustu í land­inu, hvort sem um er að ræða al­menn­ar dagdvalir eða sér­hæfðar dagdvalir fyr­ir sér­staka sjúk­linga­hópa eins og alzheimer-sjúk­linga. Rekstr­ar­grund­völl­ur allra þessa aðila var skert­ur í fyrra með fjár­lög­um árs­ins 2018 og sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2019 á að halda niður­skurðinum áfram.“

Þetta skrifar Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, í Mogga dagsins. Hún bendir skýrt á hversu alvarleg staðan er.

Boðaður niðurskurður

„Ekki eru til staðar nein­ar for­send­ur til að skera niður í rekstri um­ræddra aðila. Það ligg­ur fyr­ir að það vant­ar 30% upp á nú­ver­andi dag­gjöld hjúkr­un­ar­heim­ila til að þau geti staðið und­ir þeim lág­marks­viðmiðum sem Embætti land­lækn­is hef­ur sett fram um mönn­un hjúkr­un­ar­fræðinga, sjúkra­liða og annarra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Inn á þetta atriði var bein­lín­is komið í nú­ver­andi stjórn­arsátt­mála. Þar seg­ir orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstr­ar­grund­völl hjúkr­un­ar­heim­ila.“ Erfitt er að sjá hvernig boðaður niður­skurður á rekstr­ar­grunni hjúkr­un­ar­heim­ila sam­rým­ist þess­um orðum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin viljalaus

Eybjörg bendir á viljaleysi ríkisstjórnarinnar:

„Í byrj­un árs 2018 hóf­ust viðræður milli Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Sjúkra­trygg­inga Íslands um gerð ramma­samn­ings fyr­ir þjón­ustu í dagdval­ar­rým­um. Í viðræðunum, sem reynd­ar liggja nú í dvala, hef­ur komið fram að það vant­ar að lág­marki 30% hækk­un á nú­ver­andi daggjaldi til að rekst­ur al­mennra dagdval­ar­rýma gangi upp. Þrátt fyr­ir vitn­eskju stjórn­valda um þessa staðreynd á að halda viðvar­andi niður­skurði áfram á nú­ver­andi þjón­ustu sam­kvæmt því sem rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt í fram­lögðum fjár­lög­um.“

Á ár­inu 2018 hafa á bil­inu 580-590 manns verið að staðaldri á biðlista hjá Sjúkra­hús­inu Vogi. Þrátt fyr­ir þenn­an fjölda hyggst ríkið halda áfram niður­skurði í rekstri SÁÁ.

Dugar ekki fyrir launum

„Hjá SÁÁ hef­ur verið reiknað að fram­lag rík­is­ins til meðferðarsviðs SÁÁ sé í dag 278 millj. kr. lægra en árið 2009 á föstu verðlagi. Fram­lagið dug­ar ekki fyr­ir launa­kostnaði sam­tak­anna þrátt fyr­ir að stöðugild­um á meðferðarsviði SÁÁ hafi fækkað um tæp­lega ell­efu frá ár­inu 2000. Á ár­inu 2018 hafa á bil­inu 580-590 manns verið að staðaldri á biðlista hjá Sjúkra­hús­inu Vogi. Þrátt fyr­ir þenn­an fjölda hyggst ríkið halda áfram niður­skurði í rekstri SÁÁ ef marka má fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Svipaða sögu má segja um Sjálfs­bjarg­ar­heim­ilið, sem hef­ur þurft að reiða sig á stuðning frá þriðja aðila til að end­ar nái sam­an í rekstr­in­um á yf­ir­stand­andi ári. Fjár­veit­ing til Krabba­meins­fé­lags Íslands vegna skimun­ar fyr­ir krabba­mein­um var enn fremur lækkuð án út­skýr­ing­ar í fjár­lög­um árs­ins 2018. Sú lækk­un er ekki leiðrétt í frum­varpi til fjár­laga 2019,“ skrifar Eybjörg Hauksdóttir.

Koldimmt fram undan

Að lokum þetta úr fínni grein Eybjargar:

„Ekki er að sjá annað af fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar en að all­ir þess­ir rekstr­araðilar, sem nefnd­ir eru hér að ofan og lentu í niður­skurði á ár­inu 2018, eigi að gera það aft­ur árið 2019 og enn og aft­ur árin 2020 og 2021. Niður­skurður­inn er um hálft pró­sent á hverju ári og um 2% sum árin hjá sum­um rekstr­araðil­anna. Þessi niður­skurður er fyr­ir utan þær nýju kröf­ur sem ít­rekað eru lagðar á rekstr­araðilana án þess að fjár­magn fylgi til að standa und­ir þeim. Slík­ar aðgerðir fela auðvitað í sér frek­ari niður­skurð á þeirri þjón­ustu sem fyr­ir er. Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu skora á rík­is­stjórn­ina, heil­brigðisráðherra og þing­menn alla að stöðva þenn­an viðvar­andi niður­skurð og hlúa þess í stað bet­ur að heil­brigðisþjón­ustu lands­manna.“

Ríkisstjórnin missir átta þingmenn, miðað við skoðanakannanir, og er kolfallin.

Ríkisstjórnin kolfallin

Gunnar Smári hefur reiknað fylgi flokkanna og afleiðingarnar færi kosningar eins og nýjustu skoðanakannanir sýna. „Niðurstaða upp úr kjörkössum myndi leiða til þess að ríkisstjórnin er kolfallin; Sjálfstæðisflokkurinn fengi 14 þingmenn (-2), VG 7 (-4) og Framsókn 6 (-2). Samtals 8 stjórnarþingmenn fallnir.

Samfylking fengi 11 þingmenn (+4), Píratar 8 (+2), Miðflokkurinn 8 (+1), Viðreisn 5 (+1) og Flokkur fólksins 4 (+/-0).

Það er erfitt að sjá nokkra ríkisstjórn í þessum spilum. Ætli DBMF með eins manns meirihluta sé ekki líklegust. Eða fjórflokkurinn, DBSV, með 38 þingmenn. Sem er athygli vert, að þeir stofnanaflokkar njóti samanlagt ekki meira fylgis en 57%, sú stofnun er ekki að fara að jafna sig á Hruninu úr þessu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: