Að óbreyttu stefnir í verkfall í álverinu í Straumsvík. Kosið var um hvort boða eigi verkfall.
Hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf tóku 64,45% þeirra sem voru á kjörskrá þátt í atkvæðagreiðslunni. Af þeim sögðu 89% já við því að boða aðgerðir, nei sögðu 9,6% og 1,4% tóku ekki afstöðu.
Félagsmenn VM á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 eða 88,37% þeirra atkvæði.
Já sögðu 36 eða 94,7% þeirra sem þátt tóku í kosningunni. Tveir sögðu nei. Verkfallsaðgerðir voru því samþykktar með 94,7% greiddra atkvæða.