- Advertisement -

Mikil hætta á ferðum

Hvort þeir skilji en vilji ekki gera það sem gera þarf.

Styrmir Gunnarsson skrifar að venju grein í Morgunblaðið í dag, laugardag.

Í lok greinarinnar segir hann:

„Það er mik­il hætta á ferðum. Að óbreyttu eru fram und­an al­var­leg­ustu verk­föll sem hér hafa skollið á ára­tug­um sam­an. Langvar­andi stöðvun at­vinnu­rekstr­ar af þeim sök­um get­ur haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir lít­il og meðal­stór einka­fyr­ir­tæki. Þegar upp er staðið úr slík­um vinnu­deil­um, ann­ars veg­ar með mikið rekstr­artap vegna stöðvun­ar og hins veg­ar með mikl­ar kostnaðar­hækk­an­ir fram und­an, verða viðbrögð fyr­ir­tækj­anna óhjá­kvæmi­lega þau að draga úr kostnaði með upp­sögn­um starfs­fólks.

Slík­ar aðgerðir til viðbót­ar við sam­drátt­ar­ein­kenni, sem eru byrjuð að koma fram sbr. upp­sagn­ir í bygg­ing­ariðnaði og ár­ang­urs­lausa loðnu­leit, sem eru veru­legt áfall fyr­ir þjóðarbúið, þýða að all­ir tapa, bæði launþegar og at­vinnu­rek­end­ur, en líka þeir stjórn­mála­menn og flokk­ar sem hafa látið það ger­ast án þess að grípa inn í.“

Framar í greininni skrifar Styrmir:

„Vand­inn er sá að ráðandi stjórn­mála­menn virðast ekki skilja þenn­an kjarna máls­ins, a.m.k. ekki ef tekið er mið af op­in­ber­um um­mæl­um þeirra al­mennt, en svo koma við og við stöku um­sagn­ir sem benda til ann­ars.

Og þá vakn­ar óhjá­kvæmi­lega sú spurn­ing hvort þeir skilji en vilji ekki gera það sem gera þarf. Það er held­ur ótrú­legt vegna þess að þeir og flokk­ar þeirra eiga mikið und­ir að tak­ast megi að leysa þessa deilu með friðsam­leg­um hætti, að ekki sé talað um sam­fé­lagið allt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: