- Advertisement -

Mikið vona ég að þessar skoðanir Ólafs Ragnars séu ekki til útflutnings?

Helga Vala Helgadóttir:

Hlustaði á Silfrið með öðru eyranu og ákvað að hlusta aftur á fyrrum forseta íslenska lýðveldisins því ég hélt að líklega hefði mér misheyrst.

En nei. Aðspurður hvort innrás Rússa inn í fullvalda lýðræðisríki hefði komið honum á óvart játaði hann að aðferðin hefði komið á óvart en að við yrðum bara að vanda okkur hvernig við værum nú að koma fram við Rússana. Þetta væri ósigur fyrir viðhorf okkar vesturlanda gagnvart Rússum. Að við yrðum að breyta því, líklega bera meiri virðingu fyrir Pútín.

Afsakið mig en ég skil alls ekki hvers vegna á að bera meiri virðingu fyrir leiðtoga sem svífst einskis þegar kemur að sviptingu almennings á grundvallarréttindum, morðum á pólitískum andstæðingum, lokun frjálsra fjölmiðla, lýðræðishömlum, spillingu og hótunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna eiga Vesturlönd að beygja sig undir slíka stjórnarhætti og láta það gott heita þegar slíkur leiðtogi leiðir sitt ríki til innrásar í annað ríki, myrðir þar þúsundir almennra borgara og hrekur aðra á flótta?

Mikið vona ég að þessar skoðanir fv. forseta íslenska lýðveldisins séu ekki til útflutnings.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: