- Advertisement -

Mígðu í augað á þér!

sme llViðhorf Fyrr á ævinni var ég sjómaður. Var tíu vetrarvertíðir, tvö ár á togara og að auki á trolli eða snurvoð sumar eftir sumar og haust eftir haust. Ætlaði mér að vera sjómaður og ekkert annað. Kunni einstaklega vel við mig til sjós. Kynntist þar mörgum góðum manninum. Held enn kunningsskap og jafnvel vináttu við suma fyrrum skipsfélaga. Margir þeirra eru miklir sómamenn.

Vissulega kom fyrir að stöku sjómaður brúkaði miður góð orð þegar hann vildi og þurfti að orða hugsanir sínar. Stundum brá okkur hinum.

Man eftir einum sem var með mér á togaranum. Það var eitthvað jákvætt við þann unga mann. Hann drakk mikið í öllum inniverum en þegar hann var um borð stóð frá honum jákvæðni. Brosmildur, duglegur og í raun vildum við flestir að úr honum rættist. Að hann hætti eða minnklaði drykkjuna og nýtti líf sitt til betri hluta. Sem hann svo sannarlega gerði síðar meir.

Einn áberandi leiðandi sið hafði þessi skipsfélagi minn. Hann gerðist hreint ansi grófur í talandanum þegar hann var á kenderí. Sat þá á bekk í miðbænum, þar sem hann var fyrir allra augum. Ef hann sá mig eða aðra skipsfélaga sína átti hann til að standa upp af bekknum og gala eins hátt og hann gat: „Sigurjón, mígðu í augað á þér.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir okkur sem vorum kannski með ung börnin okkar á gangi þótti þetta leiðinlegt. Óþarfi og full gróft.

Þrátt fyrir gallana, sem réðu ýmsu í lífi þessa annars góða manns, var ekki hægt að hugsa sér að hann notaði grófari upphróppanir en; mígðu í augað á þér.

Skíttu í píkuna á þér hefði hvorki þessum ágæta manni, né neinum öðrum sem ég kynnntist til sjós, komið til hugar að nota í orðaskiptum við annað fólk.

Ég leyfi mér því fyrir hönd minnar fyrri starfsstéttar að mótmæla því að þannig tali sjómenn almennt. Það gera þeir ekki, ekki frekar en annað fólk. Þeir sem það gera geta ekki varist með sjómennskunni. Þeir einungis opna eigin hug.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: