Gunnar Smári:
Það sem við getum lært af Hrunmálunum er að miða núna á peningana í Samherjamálunum. Það er ekki nóg að dæma hvítflippamenn í fangelsi. Það þarf að ná af þeim hverri krónu sem þeir auðguðust af brotastarfseminni og dæma þá auk þess til að greiða miska- og skaðabætur til samfélagsins. Fyrirmyndin gæti verið Racketeer Influenced and Corrupt Organizations Act í Bandaríkjunum, RICO-lögin, sem ætlað var að brjóta niður skipulagða glæpastarfsemi þar í landi. Þetta mistókst í Hruninu. Í dag eru flestir af helstu stórleikendum Hrunsins enn á fullu í íslensku viðskiptalífi, með þá fjármuni sem þeir komu undan.