- Advertisement -

Miðjan er sóknarfæri Sjálfstæðisflokks

„Hrunið varð til þess að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hrundi“

Styrmir Gunnarsson ritstjóri er einn þeirra manna sem hefur áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar í Moggann í dag:

„Hrunið varð til þess að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hrundi. Áður var flokk­ur­inn ára­tug­um sam­an með 37-42% fylgi í þing­kosn­ing­um en fékk í þing­kosn­ing­un­um 2017 25,3% og í könn­un Gallup fyr­ir skömmu 23,7%.“

Aftur og aftur hefur Styrmir kallað eftir að innan flokksins verði þessi staða rædd:

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn…

„Umræður um þetta fylg­is­hrun eru af skorn­um skammti á vett­vangi flokks­ins og málið af­greitt með því að vísa til fjölg­un­ar flokka. Það er yf­ir­borðsleg skýr­ing en hins veg­ar ljóst að þetta langvar­andi fylg­istap auðveld­ar vinstri­flokk­un­um að ná því mark­miði að úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn frá aðild að stjórn lands­ins eft­ir kosn­ing­arn­ar í haust.“

Miðjan virðist vera helsta málið. Framsókn segir að framtíðin ráðist þar. Styrmir er sama sinnis. Þangað vill að Sjálfstæðsflokkurinn beiti sinni gagnsókn:

„Viðbrögð Sjálf­stæðis­flokks­ins við þess­ari stöðu hljóta að verða þau að hefjast handa um að end­ur­heimta sitt fyrra fylgi. Það verður ekki gert nema með því að hefja gagn­sókn inn á miðjuna og sú sókn tekst ekki nema með því að breyta áherzl­um og ásýnd flokks­ins.“

Styrmir kemur að hinni ógnarsterku samtryggingu stjórnmálanna. Sem er mikið mein.

„Sam­trygg­ing inn­an þess hóps hef­ur lengi verið til umræðu en senni­lega í rík­ari mæli seinni árin og ára­tugi. Það má finna í umræðum manna á milli um kjara­mál kjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna og í vax­andi mæli um fjár­mögn­un skatt­greiðenda á starf­semi stjórn­mála­flokka, sem mörg­um finnst vera kom­in úr bönd­um. Óút­kljáð deilu­mál á borð við fisk­veiðistjórn­ar­kerfið hafa haft svipuð áhrif,“ skrifar ritstjórinn.

„En hvað sem slík­um vanga­velt­um líður er nokkuð ljóst að bar­átt­an í þing­kosn­ing­un­um í haust mun snú­ast um kjós­end­ur á miðjunni, sem er svo sem ekk­ert nýtt en verður lík­lega harðari en oft áður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: