- Advertisement -

Miðflokkurinn vill koma í stað VG

Það er mín ósk fyr­ir gömlu vini mína í Sjálf­stæðis­flokkn­um að þeir gangi ekki með gal­op­in aug­un í gegn­um sína mestu niður­læg­ingu seinni tíma.

Bergþór Ólason.

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, býður sig og Sigmund Davíð formann til að taka við af Vinstri grænum í ríkisstjórn Íslands. Það yrði kannski eðlilegt. Bergþór kom frá Sjálfstæðisflokki og Sigmundur Davíð kom auðvitað frá Framsókn. Þannig mætti segja að þá yrði komin saman tveggja flokka stjórn. Það er í Moggagrein í dag sem Bergþór setur þetta fram. Mest fjallar hann samt um hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttir.

„Sjálf­stæðis­menn hafa nokkr­ir talað mikið í kjöl­far ólög­mætr­ar ákvörðunar mat­vælaráðherr­ans. Á fundi á Akra­nesi sem Verka­lýðsfé­lag Akra­ness hélt stuttu eft­ir að ákvörðun ráðherr­ans var kynnt kom fram for­takslaus krafa þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins um að ákvörðunin yrði end­ur­skoðuð. Í gær birt­ist grein eft­ir þing­flokks­formann Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem sagði með öðrum orðum að þing­menn stærsta stjórn­ar­flokks­ins hefðu misst allt traust til mat­vælaráðherr­ans og það myndi hafa áhrif á sam­starf í rík­is­stjórn,“ skrifar Bergþór Ólason.

Svo þetta: „Ég verð því að spyrja – og hvað svo?

…að láta þessa van­v­irðingu og lög­leysu mat­vælaráðherr­ans yfir sig ganga?

Ætlar þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins að láta þessa van­v­irðingu og lög­leysu mat­vælaráðherr­ans yfir sig ganga? Ætlar þing­flokk­ur­inn að taka þátt í því að virða at­vinnu­rétt­indi stjórn­ar­skrár­inn­ar að vett­ugi svo ráðherra geti gengið sinna póli­tísku er­inda? Ætlar þing­flokk­ur­inn að sitja í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi sem er rúið trausti? Ætlar þing­flokk­ur­inn sem í orði „berst fyr­ir at­vinnu­frelsi, sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda og stjórn­sýslu þar sem meðal­hófs er gætt,“ svo vísað sé í orð þing­flokks­for­manns­ins, að berj­ast fyr­ir því á borði?“

Bergþór er ekki hættur þarna:

„Orð eru nefni­lega ódýr. Ókeyp­is raun­ar ef menn láta ekki kné fylgja kviði.

Eins og fram kom á fund­in­um á Akra­nesi ligg­ur fyr­ir að hægt væri að mynda nýja rík­is­stjórn á morg­un, með Sjálf­stæðis­flokki, Fram­sókn og Miðflokki, og vinda ofan af þess­ari lög­leysu og vit­leysu mat­vælaráðherr­ans. Það er mín ósk fyr­ir gömlu vini mína í Sjálf­stæðis­flokkn­um að þeir gangi ekki með gal­op­in aug­un í gegn­um sína mestu niður­læg­ingu seinni tíma – að sitja sem fast­ast í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Vinstri græn­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: