- Advertisement -

Miðflokkurinn vill hitta Loga að máli

Samfylking og Miðflokkurinn sammála um vægi vaxta í húsnæðismálum en alls ekki um hvaða leið er best að fara.

„Þetta snýst allt um vexti og við verðum að ná þeim niður.“

Stjórnmál „Síðan kom skemmtilega á óvart, þó að Logi Einarsson sé farinn úr salnum, er hann velkominn í heimsókn til okkar Miðflokksmanna hvenær sem er þar sem við getum farið yfir útfærðar tillögur um hvernig við náum niður vaxtastigi hér í landi með krónu,“ sagði Bergþór Ólason Miðflokki, í þingræðu, þegar hann svaraði Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.

„Í fyrsta lagi búum við hérna við gríðarlega hátt vaxtastig og verðtryggingu sem fylgir lítilli örmynt. Þetta er risavandamál flestra kaupenda og húseigenda. Hafi einhver flokkur hér inni trúverðuga leið til að lækka vexti, afnema verðtryggingu og auka stöðugleika með íslenskri krónu, þá er ágætt að fara að fá þau áform, vegna þess að þau hafa ekki birst hingað til. Eina ábyrga afstaðan er að skoða hagkvæmni þess að taka upp nýrri og sterkari mynt og gjarnan að ganga í Evrópusambandið í leiðinni,“ sagði Logi skömmu áður.

„En eins og ég held að allir gerir sér grein fyrir snýst húsnæðismarkaðurinn, sennilega markaða mest, um vaxtastig, bæði á framkvæmdatíma, fyrir þá verktaka sem stand í þessum slag, og síðan á öllum líftíma niðurgreiðsluferlis húsnæðiskaupa almennings og fyrirtækja. Þetta snýst allt um vexti og við verðum að ná þeim niður,“ sagði Bergþór ennfremur.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: