- Advertisement -

Miðflokkurinn vex með orkupakkanum, Sjálfstæðisflokkur hrapar

Gunnar Smári skrifar:

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 37,7% hjá MMR í samanburði við 53,0% í kosningunum 2017. 15 prósent landsmanna hafa snúist gegn stjórnarflokknum. Ef kosið væri nú væri þingstyrkur stjórnarinnar þessi (tap frá kosningum innan sviga):

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 14 þingmenn (–2)
  • VG: 7 þingmenn (–4)
  • Framsókn: 6 þingmenn (–2)
  • Ríkisstjórn samtals: 27 þingmenn (–8)

Skipta má stjórnarandstöðunni í tvennt; hin svokallaða frjálslynda miðja (Samfylking, Píratar, Viðreisn) og ný-hægrið (Miðflokkur, Flokkur fólksins).

  • Þingstyrkur hinnar frjálslyndu miðju:
  • Píratar: 10 þingmenn (+4)
  • Samfylkingin: 9 þingmenn (+2)
  • Viðreisn: 7 þingmenn (+3)
  • Hin frjálslynda miðja samtals: 26 þingmenn (+9)
  • Þingstyrkur hins nýja hægris:
  • Miðflokkurinn: 10 þingmenn (+3)
  • Flokkur fólksins 0 þingmenn (–4)
  • Hið nýja hægri samtals: 10 þingmenn (–1)

Þarna er ekki gott að sjá ríkisstjórnir. Reykjavíkurmeirihlutinn (SPVC) hefur 33 þingmenn samkvæmt könnuninni og er líklegasti kosturinn. Og þá undir forystu Pírata, sem eru orðnir forystuflokkur hinnar frjálslyndu miðju á þingi. Hægristjórn DMB hefði aðeins 30 þingmenn.

Bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn mælast rétt undir 5% þröskuldinum og miðað við getu þessara flokka í kosningabaráttu er líklegra en ekki að þeir nái að hífa sig upp fyrir þau mörk. Ef við gerum ráð fyrir að þessir flokkar rétt slefi yfir mörkin myndi þingheimur skiptast svona (innan sviga breyting frá kosningum):

  • Sjálfstæðisflokkur: 12 þingmenn (–4)
  • Píratar: 10 þingmenn (+4)
  • Miðflokkur: 9 þingmenn (+3)
  • Samfylkingin: 9 þingmenn (+2)
  • VG: 8 þingmenn (–5)
  • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)
  • Framsókn: 5 þingmenn (–3)
  • Flokkur fólksins: 3 þingmenn (–1)
  • Sósíalistaflokkur: 3 þingmenn (+3)

Ef skoðaðar eru fylgisbreytingar hjá Gallup frá mars til að meta áhrif umræðna um 3ja orkupakkann þá eru þær þessar:

  • Miðflokkurinn: +6,4 prósentustig
  • Sósíalistaflokkurinn: +1,8 prósentustig
  • Píratar: +1,3 prósentustig
  • Viðreisn: +0,3 prósentustig
  • Flokkur fólksins: +0,1 prósentustig
  • Samfylkingin: –0,3 prósentustig
  • VG: –1,1 prósentustig
  • Framsókn: –2,7 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkurinn: –4,6 prósentustig

Í stuttu máli: Miðflokkurinn stækkar mikið á orkupakkanum en Sjálfstæðisflokkur tapar miklu og Framsókn nokkru. Þessi könnun staðfestir það sem spáð hafði verið; að orkupakkamálið yrði xD og xB dýrkeypt og að Miðflokkurinn myndi fitna á afstöðu forystu hinna flokkana gagnvart málinu, afstöðu sem er á skjön við viðhorf almennra flokksmanna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: