- Advertisement -

Miðflokkurinn tapar mestu

Gunnar Smári skrifar:

Hingað til hefur Maskína sagt að fylgi við Sósíalistaflokkinn mælist ekki, svo það er ánægjulegt að fyrirtækið hafi fundið það nú.

Úrtak fyrirtækisins hefur hins vegar sýnt sig vera skakkt; það mælir t.d. Viðreisn ætíð of háa. Á gamlársdag í fyrra mældi Maskína flokkinn með 14,0% á meðan að MMR mældi flokkinn með 10,5% stuttu síðar og Gallup í 10,3% í næstu könnun á eftir. Fyrir ári mældi Maskína Samfylkinguna stærsta allra flokka með 19,0% fylgi, nokkuð sem ekki gerðist hjá öðrum könnunarfyfirtækjum. Þessi skekkja hefur sést í öðrum könnunum fyrirtækisins um ýmiss málefni, afstaða hinna svokölluðu frjálslyndrar miðju er ofmetin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En ef við metum Maskínu nú í samanburði við Maskínu fyrir ári, sem ekki er gert í þessari frétt, þá er breytingin þessi (+/– breyting frá gamlársdegi í fyrra innan sviga)

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 22,5% (+4,4 prósentustig)
  • VG: 12,2% (+0,5 prósentustig)
  • Framsókn: 8,2% (0,8 prósentustig)
  • Ríkisstjórnin alls: 42,9% (+5,7 prósentustig)
  • Samfylkingin: 17,2% (–1,8 prósentustig)
  • Viðreisn: 12,2% (–1,8 prósentustig)
  • Píratar: 11,2% (–2,8 prósentustig)
  • Miðflokkurinn: 7,6% (–4,5 prósentustig)
  • Flokkur fólksins: 4,5% (+0,4 prósentustig)
  • Stjórnarandstaða á þingi alls: 52,7% (–10,5 prósentustig)
  • Svo kemur stjórnarandstaða utan þings:
  • Sósíalistaflokkurinn: 4,4% (+4,4 prósentustig)

Ef marka má Maskínu, sem ég mæli ekkert sérstaklega með, þá jók hið undarlega ár fylgi ríkisstjórnarinnar (og þá einkum Sjálfstæðisflokks) en dró niður fylgi stjórnarandstöðun á þingi (einkum Miðflokks). Þetta er vanalegt, að fylgi sveiflist milli þessara tveggja flokka; Sjálstæðis- og Miðflokks, ef þið leggið það saman þá er vanalega engin breyting í könnunum allt kjörtímabilið; þetta eru flokkar sem eru að bítast um sama íhaldsfylgið. En fylgisaukning Sósíalista er síðan álíka og ríkisstjórnarinnar.

Annað er ekki að frétta af árinu 2020. Fyrir utan færslu á fylgi frá Miðflokki yfir á Sjálfstæðisflokks er fylgisaukning Sósíalista það eina sem er ekki innan skekkjumarka í þessari könnun. Sem kemur engum á óvart; Sósíalistar eru eina nýjung íslenskra stjórnmála. Það er tímaspursmál hvenær fleiri átta sig á því.

Síðan er það þessi fyrirsögn. Þetta hefur verið raunin í svo til öllum könnunum á þessu ári, og reyndar því síðasta líka. Það var frétt þegar MMR mældi Flokk fólksins inni undir lok nóvember, en það er eiginlega engin frétt að þessi flokkur mælist undir 5%.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: