- Advertisement -

Miðflokkurinn og Ríkisútvarpið

Bergþór Ólason:

„Undanfarið hafa birst margvíslegar upplýsingar um að stjórnendur Ríkisútvarpsins telji sig hafa sjálfdæmi um hvernig staðið er að rekstri þess.“

Báðir þingmenn Miðflokksins, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vilja að fólk geti valið hvaða fjölmiðil það vill að fá útvarpsgjaldið.

„Nú liggur fyrir tillaga um að þetta gjald verði 18.800 kr. á næsta ári, sem er hækkun um 500 kr. eða 2,7%, ef ég man rétt. Hér er um að ræða nefskatt sem enginn skattskyldur aðili kemst undan að greiða. Skiptir þá engu hvort hann getur notað fjölmiðlaþjónustu Ríkisútvarpsins, hvort hann sættir sig við hana eða hvort hann skilur hana yfirleitt,“ sagði Bergþór Ólason á Alþingi.

„Lagt er til að landsmenn hafi valfrelsi um ráðstöfun hluta þessa gjalds. Þannig geti þeir með framlagi sínu tryggt tiltekinn fjölbreytileika í rekstri fjölmiðla landsins. Með því að sitja eitt að þessum gjaldstofni hefur Ríkisútvarpið haft yfirburðastöðu gagnvart öllum öðrum fjölmiðlum, og gildir það um fréttaflutning sem dagskrárgerð. Slík einokunarstaða, sérstaklega ríkismiðils, er óeðlileg nú á tímum og vinnur beinlínis gegn hugmyndum um sjálfstæði og fjölbreytni hugsunar og skoðana,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og að lokum þetta: „Undanfarið hafa birst margvíslegar upplýsingar um að stjórnendur Ríkisútvarpsins telji sig hafa sjálfdæmi um hvernig staðið er að rekstri þess. Bæði Ríkisendurskoðun og fjölmiðlanefnd hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við starfsemi Ríkisútvarpsins og framkvæmd á ýmsum lögbundnum skilyrðum sem gilda um rekstur stofnunarinnar. Hvað lögbundnar skyldur hennar varðar má jafnframt benda á að Ríkisútvarpið gegnir nú á dögum hvergi nærri sama öryggishlutverki og áður var raunin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: