Fréttir

Miðflokkurinn og Donald Trump

By Gunnar Smári Egilsson

January 26, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Eftir ráp um Facebook sýnist mér sem það séu eiginlega bara Sósíalistar sem eru hrifnir af Bernie Sanders. Píratar eru hrifnari af Elizabeth Warren, líka VG. Samfylkingarfólk stendur flest með gamla flokkseigendafélaginu og styður Joe Biden, sumir þó Pete Buttigieg, jafnvel Amy Klobuchar, á meðan Viðreisnarfólk vonast til að Michael Bloomberg nái sér á flug. Miðflokksfólk og fylgjendur Flokks fólksins líta á Donald Trump sem sinn mann og líka flestir Sjálfstæðismenn, þótt þeir eigi erfiðara með að gangast við því. Þetta er svona fljótakönnun, fullkomlega óvísindaleg og alls ómarktæk. Samt er þetta sirka svona.