- Advertisement -

Miðflokkurinn í slönguspili, aftur á byrjunarreit

Angans þingmenn Miðflokksins og Klaustursverjarnir hafa staðið í pontu í meira en eitt hundrað klukkustundir til að reyna að bæta eigið orðspor eftir ömurlega eigin framkomu á Klaustursbarnum. Þeir hafa vakað og talað, jafnt daga sem nætur.

Allt fyrir ekkert. Hafi þeim tekist að vekja aðdáun á eigin verkum er allt það starf að engu orðið. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að lengi skal manninn reyna. Það var útibú flokksins í Mosfellsbæ sem ákvað að opinbera hugsanir flokksins.

Það var fínt hjá þeim. Angans ræðumennirnir á Alþingi hafa sem sagt til einskis staðið í pontu í hundrað klukkustundir þegar staða og ásýnd flokksins er komin aftur á þann stað sem hún var eftir Klaustursfylleríið. Það er sem flokkurinn hafi spilað slönguspilið. Flokknum hefur, með framlagi Mosfellinganna, verið kippt aftur á byrjarreit. Flokkurinn hans Sigmundar Davíðs verður að finna upp á einhverju nýju. Það sem nú er í gangi mistókst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: