- Advertisement -

Miðflokkurinn hefur stimplað sig út

Bjarni lofar að koma bákninu burt. Flokkurinn hefur sagt þetta í fimmtíu ár.

„Í bákn­inu felst gíf­ur­leg sóun á al­manna­fé. Þeir sem vinna hjá op­in­ber­um aðilum hafa eng­an skiln­ing á því að sú staða get­ur komið upp að ekki sé til fyr­ir laun­um. Upp­sagn­ir eru að mestu óþekkt fyr­ir­bæri í op­in­bera kerf­inu. Það er kom­inn tími til að það breyt­ist. Í einu ráðuneyti geng­ur einn starfs­hóp­ur und­ir nafn­inu „dauðadeild­in“ af því að þeir starfs­menn hafa ekk­ert að gera,“ segir í nýrri Moggagrein Styrmis Gunnarssonar.

Styrmir leggur mikið upp úr kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins; Báknið burt. Styrmir minnir að vísu á að loforðið er fimmtíu ára gamalt.

 „Að koma bönd­um á báknið er því verðugt verk­efni en það er bæði flókið og víðtækt. Um skeið virt­ist Miðflokk­ur­inn ætla að taka for­ystu í því en hann hef­ur ekki fylgt því eft­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er vel til þess fall­inn en þá verður hann líka að horf­ast í augu við eig­in ábyrgð á bákn­inu,“ skrifar Styrmir. Sýnilega ósáttur við að Miðflkkurinn af snúið af leið.

Auðvitað er hneyksli að þetta skuli vera svona en engu að síður staðreynd.

„Auðvitað er hneyksli að þetta skuli vera svona en engu að síður staðreynd. Standi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn við stóru orðin í þetta sinn verður það hon­um mik­il lyfti­stöng í kosn­inga­bar­átt­unni.

Það er þekkt í stærri einka­fyr­ir­tækj­um að kostnaður við æðstu stjórn­end­ur þeirra hef­ur til­hneig­ingu til að vaxa of mikið. En reynsl­an er sú að þau rétta sig af og skera þann um­fram­kostnað niður. Það ger­ist ekki hjá op­in­ber­um aðilum, hvorki hjá ríki né sveit­ar­fé­lög­um. Þetta sjá­um við mjög skýrt hjá stærri sveit­ar­fé­lög­um hér.

Við þurf­um að hefja mikið átak hér í þess­um efn­um í op­in­bera kerf­inu öllu. Þótt það kunni að þykja und­ar­legt á eyðslan á op­in­beru fé sér ræt­ur í löngu liðnum tíma, þegar „yf­ir­stétt­in“ var í betri aðstöðu bæði hér og ann­ars staðar til að lifa á kostnað al­menn­ings.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: