Stjórnmál
Erna Bjarnadóttir, sem var í öðru sæti í Suðurkjördæmi síðast, færi ekki pláss á lista Miðflokksins nú. Eins og við munum var Birgir Þórarinsson í fyrsta sæti síðast. Hann stökk frá borði með ógnarhraða og færði sig yfir til Sjálfstæðisflokksins.
Nú er stillt upp á ný. Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður Miðflokksins og nú lögreglustjóri í Vestmannaeyjum verður í fyrsta sæti, Heiðbrá Ólafsdóttir í öðru sæti og Ólafur Ísleifsson í þriðja. Enn sést ekki í Ernu. Hvers vegna? Hvað gerði hún rangt?
Sigurreifur skrifaði Karl Gauti:
„Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi tillögu uppstillingarnefndar um framboð listans í kjördæminu.
Þar verð ég í oddvitasætinu, en með mér er vel valinn hópur fólks, Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson í baráttusætinu og margt fleira gott fólk. Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfeðma Suðurkjördæmi og hitta sem allra flesta á næstu vikum.
Við stefnum að því að snúa stjórnmálunum úr kyrrstöðu í að gangsetja fjölmörg aðkallandi verkefni. Í kosningabaráttunni mun ég taka mér leyfi frá störfum lögreglustjóra.
Hlakka til að hitta ykkur sem flest.“