- Advertisement -

Miðflokkurinn fengi sex þingmenn

Gunnar Smári Egilsson.

Skoðanakönnun Gunnar Smári Egilsson hefur skoðað nýjustu skoðanakkönnunina. Hér er umfjöllun hans:

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gær og fyrradag, eru Viðreisn og Björt framtíð bæði utan þings en Miðflokkur Sigmundar Davíðs og Flokkur fólksins, Inga Sæland inni. Miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins hefur fylgið sogast til Miðflokksins annars vegar (tæp níu prósentustig) og til vinstri (rúm fimm prósentustig til bæði VG og Samfylkingar). Björt framtíð, Framsókn og Flokkur fólksins hafa öll misst frá sér um fimm prósentustig en Píratar og Viðreisn um tvö. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað.

En miðað við þessa könnun yrði þingheimur svona (breyting frá núverandi kjörtímabili í sviga)

VG 20 (+10)
Sjálfstæðisflokkur 15 (-6)
Píratar 8 (-2)
Samfylkingin 7 (+4)
Miðflokkurinn 6 (+4)
Flokkur fólksins 4 (+4)
Framsókn 3 (-3)
Viðreisn 0 (-7)
Björt framtíð 0 (-4)

Ríkisstjórnin er náttúrlega sprungin en hún fellur líka flöt. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð hafa nú 32 þingmenn en fengju aðeins 15 samkvæmt þessari könnun, misstu 17 fyrir borð. Þetta er álíka hrun og varð á þingliði Samfylkingar og VG í kosningunum 2013 eftir fjögur kjörtímabil ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms. Eftirmæli ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar eiga ekki eftir að verða góð.

Samsteypustjórn VG og Sjálfstæðisflokks hefði 35 manna meirihluta samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Það er eina tveggja flokka stjórnin. VG gæti líka myndað stjórn til vinstri með Samfylkingu og Pírötum (35 þingmanna meirihluti). Og það er erfitt að sjá aðra kosti í boði. Engin hægri stjórn er í spilunum. Samanlagt fylgi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokksins og Flokks fólksins skilar ekki nema 28 þingmönnum.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: