Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, sem skipar þriðja sæti Miðflokksins í Kraganum skrifar í lok Moggagreinar í dag:
„Það er ekkert sem rökstyður það að Íslendingar beri sérstaka ábyrgð á því hvernig fór í Afganistan. Áfram munu þau alþjóðlegu samtök sem hafa starfað þar reyna að aðstoða nauðstadda og vinna að mannúðarmálum. Við Íslendingar eigum að standa við skuldbindingar okkar gagnvart þessum samtökum og aðstoða þau við að hjálpa Afgönum heima við. Það væri fráleit niðurstaða núna að fara að efna til sérstakra fólksflutninga frá Afganistan til Íslands í einhverri keppni ráðherra landsins við að beina sjónum frá því hvernig þeir eru að skilja við íslenska velferðarkerfið. Missum ekki sjónar á því sem skiptir mestu.“