- Advertisement -

Miðflokkurinn áfram um Drekasvæðið

Miðflokkurinn fundaði mikið um helgina, þar sem haldið var fyrsta flokksþings Miðflokksins. Fyrir þinginu lá ályktun um orku. Þar segir:

„Mikilvægt er að vinna að nýtingu líklegra gas- og olíulinda í íslenskri lögsögu. Óhjákvæmilegt er að olíu- og gasnotkun aukist til mikilla muna á heimsvísu á komandi árum og áratugum,“ segir þar. Ekki er hægt að skilja þetta á annan veg en þann að Miðflokkurinn sé áfram um að olíuleit á Drekasvæðinu.

„Nauðsynlegt er að samtímis dragi úr kolabrennslu en hún hefur aukist hratt frá aldamótum. Brennsla náttúrulegs gass framleiðir helmingi minna af gróðurhúsalofttegundum en kolabrennsla og aðeins örbrot af þeirri mengun sem kolabrennsla veldur. Mikilvægt er að olía og gas séu framleidd í ríkjum þar sem strangar reglur gilda um umhverfisvernd og ávinningurinn sé nýttur í þágu samfélagsins og náttúrunnar,“ segir í ályktuninni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: