Talvarp

Miðflokkur og Viðreisn byggja á sömu hugmynd

By Gunnar Smári Egilsson

November 20, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Hressandi umræður. Næstu kosningar eiga að snúast um valdaskipti, að yfirráðum Sjálfstæðisflokksins í samfélaginu ljúki, sagði Þórhildur Sunna, og ég heyrði ekki betur en allir aðrir tækju undir það. Við sósíalistar köllum þetta að auðvaldið verði hrakið frá völdum, því þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé eitruð hagsmunagæsla fyrir hin allra auðugustu, kannski 20 ríkustu fjölskyldurnar, þá er Miðflokkurinn og Viðreisn flokkar sem byggja á sömu hugmynd, að fyrsta skylda stjórnvalda sé að gæta að því að hin ríku hafi það betra í dag en í gær.