Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup þá er Miðflokkurinn orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn. Miðflokkurinn mælist með 8,7 prósent fylgi meðan fylgi Framsóknar minnkar dag frá degi, líkt og á við um alla þrjá flokkana sem skipa núverandi ríkisstjórn, og er nú komið í 7,5 prósent. Þó að munurinn á fylgi flokkanna sé vafalaust innan skekkjumarka þá eru líklega margir Framsóknarmenn farnir að ókyrrast við að sjá klofningsframboð fara fram úr flokknum.
Fyrir utan þetta þá er lítið nýtt að frétt í könnun Gallup, nánast allir aðrir flokkar standa í stað frá síðustu könnun. Samfylkingin er stærst og mælist nú með 28,5 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram með 21 prósent. Píratar mælast með ríflega 10 prósent, Viðreisn með ríflega 7 prósent og Flokkur fólksins með 6,3 prósent. VG er í hættu að detta út af þingi og mælist með 5,9 prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með 4,4 prósent.
Fréttin er fengin frá Samstöðinni.