- Advertisement -

Miðaldaflokkurinn og dómsmálin

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Miðflokksmenn hafa lagt fram frumvarp um afnám opinna réttarhalda, grundvöll réttaröryggis almennings (að vera ekki dæmdur bak við luktar dyr valdsins). Í þessum frumvarpi stendur: Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi eða í dómhúsum. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur. Dómari getur veitt undanþágu frá banni við öllu framangreindu ef sérstaklega stendur á, enda sé þess gætt að myndatökum og hljóðupptökum verði ekki beint að aðilum dómsmáls án samþykkis þeirra. Ef tekið hefur verið upp hljóð eða teknar myndir í þinghaldi án leyfis dómara er óheimilt að birta þær hljóðupptökur eða myndir. Sama gildir um birtingu hljóð- og myndupptakna af munnlegum framburði sem dómstóll hefur annast. Einnig eru óheimilar myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum, brotaþolum eða vitnum á leið í dómhús eða frá því án samþykkis þeirra. Kannski hefur nafn flokksins misritast, kannski átti flokkurinn að heita Miðaldaflokkurinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: