Drífa Snædal skrifar: Fjárlagafrumvarpið gefur okkur litlar væntingar um að stjórnvöld ætli sér að standa með vinnandi fólki. Þvert á móti er metnaðarleysið til að bæta lífskjör og jafna stöðu fólks algert. Þau skemmdarverk sem hafa verið unnin jafnt og þétt á skatt- og bótakerfunum síðustu ár eru ekki leiðrétt sem neinu nemur og hinir ósnertanlegu, þeir sem greiða sér arð af sameiginlegum auðlindum og vinnuframlagi eru enn jafn stikk frí þegar kemur að því að leggja í sameiginlega sjóði. Það er ljóst að verkalýðshreyfingin hefur verk að vinna í vetur og eina vonin til þess að snúa af braut ójafnaðar er sameinuð hreyfing.
Tekið af Facebooksíðu höfundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar.