- Advertisement -

Metnaðarlaus ríkisstjórn sem hefur það meginmarkmið að viðhalda sjálfri sér

…ætli það megi ekki gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur fyrir hið gagnstæða.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var gagnrýnd fyrir að spenna bogann of hátt, ætla sér of miklar grundvallarbreytingar á skömmum tíma, en ætli það megi ekki gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur fyrir hið gagnstæða. Að mynda ríkisstjórn til fjögurra ára með það að „meginmarkmiði“ að tryggja „stöðugleika í stjórnarfari“ væri viðeigandi í landi þar sem ríkt hefði stjórnleysisástand eða borgarastyrjöld um árabil, en í friðsælu lýðræðisríki eins og Íslandi er eitthvað skelfilega metnaðarlaust og trist við ríkisstjórn sem hefur það beinlínis að meginmarkmiði í fjögur ár að viðhalda sjálfri sér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: