Alls voru brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll um það bil 112 þúsund í maí, og aldrei hafa fleiri Íslendingar yfirgefið landið í maímánuði.
Þessar tölur koma vegna talningar Ferðamálasofu; alls voru brottfarir Íslendinga um 65 þúsund talsins og hafa þær aldrei mælst svo margar frá því mælingar hófust.
Fjórðungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna: 26 þúsund brottfara.
Svo var næstfjölmennasti hópurinn Bretar; en brottfarir þeirra voru 9.500 talsins í maí. Frá áramótum hafa eitthvað um 450 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi, en á sama tíma í fyrra voru brottfarirnar 32 þúsund talsins.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru gistinætur á hótelum núna í maí 255 þúsund; og það eru tvöfalt fleiri gistinætur en í maí fyrir ári síðan.
Alls voru gistinætur Íslendinga um 54 þúsund og gistinætur erlendra ferðamanna rétt rúmlega 200 þúsund.
Í fyrra voru heildargistinætur á Íslandi rúmar fimm milljónir talsins. Þá höfðu gistinætur Íslendinga aldrei veirð fleiri, eða tvær milljónir; gistinætur erlendra ferðamanna voru rúmlega þrjár milljónir.
Fyrir Covid – árið 2019 – voru gistinætur á hótelum á Íslandi 8,5 milljónir, en sá fjöldi nánast hvarf vegna faraldursins.
Í sumar er gert er ráð fyrir miklum straumi ferðamanna til Íslands.