- Advertisement -

Mesti vöxtur einkaneyslu síðan 2007

Mannlíf „Gríðarlegur vöxtur var í kortaveltu Íslendinga í nóvember sl., og hefur aukningin á milli ára ekki verið meiri síðan í ágúst á hinu mikla einkaneysluári 2007. Jafnframt var í fyrsta sinn nettó gjaldeyrisútflæði á árinu í nóvember vegna kortaveltu, þ.e. kortavelta Íslendinga í útlöndum var umfram kortaveltu útlendinga hér á landi, en slíkt hefur ekki atvikast síðan í desember í fyrra.“

Þetta segir greiningardeild Íslandsbanka.

Ætla má að hinn svokallaði „Black Friday“ og svo í kjölfarið „Cyber Monday“ hafi heldur betur leitt til innspýtingar í smásöluverslun. Sá fyrrnefndi markar upphaf jólavertíðarinnar í Bandaríkjunum og er stærsti verslunardagur þar í landi, þar sem verslanir bjóða vörur á tilboðsverði í kjölfar Þakkargerðarhátíðarinnar. Virðast Íslendingar hafi tekið honum fagnandi, en mun meiri brögð voru að því að verslanir auglýstu slíkan dag nú en fyrri ár. Þó virðist sem slíkir tilboðsdagar hafi skilað sér í mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana, eins og Rannsóknarsetur verslunarinnar bendir á í tilkynningu sinni í gær í tengslum við Smásöluvísitölu RSV. Samkvæmt henni virðist ljóst að áhrif framangreindra daga hafi verið afar mismunandi eftir verslunum, og virðist aukningin hafi skilað sér mest í verslun með heimilistæki og húsbúnað en sama ris var ekki að sjá í t.a.m. fataverslun. Nærtæk skýring er sá öri vöxtur sem orðið hefur í fatakaupum landsmanna í erlendum netverslunum undanfarið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: