- Advertisement -

Mesta hættan á kreppu er hér á landi

Í fréttum er þetta helst: Samkvæmt nýrri greiningu hagfræðideildar Oxfordháskóla í Bretlandi er Ísland í mestri hættu á að verða fyrir húsnæðiskreppu og bankakreppu í kjölfarið á henni. Er hættan af þessu metin yfir 7 prósent á næsta ári og allt að 20 prósentum á næstu fimm árum.

Aðrar þjóðir sem eru taldar í mikilli hættu eru Kanada, Holland, Svíþjóð og Danmörk en þar á eftir kemur Rússland.

Í greiningunni segir að húsnæðismarkaðurinn í þessum löndum hafi ofhitnað í faraldrinum þegar vextir voru lágir. Nú sé húsnæðisverðið að lækka hratt en vextirnir hafa hækkað hratt. Í hinum fimm efstu löndum eru húsnæðiseigendur mjög skuldsettir.

„Sögulega séð hefur svona mikið hrap húsnæðisverðs verið undanfari húsnæðis- og bankakreppu,“ segir í greiningunni. Flestar kreppur byrji með að meðaltali átta ársfjórðungum af samfelldri lækkun húsnæðisverðs. Hér á Íslandi hefur húsnæðisverð nú lækkað í þrjá ársfjórðunga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttablaðið í dag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: