Össur Skarphéðinsson: „Merkilegt að starfsmenn borgarinnar eru ekki síðri dónar við Vigdísi Hauksdóttur en starfsmenn Alþingis á sínum tíma. Þá leyfðu starfsmenn sér þá ósvinnu að ávarpa hana að fyrra bragði. Ekki virðist þetta borgarpakk kunna betur að umgangast pólitískan aðal – hvað þá elítu Miðflokksins. Ég styð því eindregið að dónar einsog Stefán Eiríksson borgarritari byrji hvern dag á því að biðja Vigdísi fyrirfram afsökunar á væntanlegum dónaskap dagsins. Er svo ekki rétt að setja upp gapastokk við Tjörnina þar sem hún getur hýtt þá opinberlega?“