„Aðför verkalýðshreyfingarinnar, Pírata og Samfylkingarinnar að Flugleiðum hefur verið alveg með ólíkindum. Þetta fólk vildi knésetja fyrirtækið með öllum ráðum og beitti fyrir sig meðal annars lífeyrissjóðum,“ skrifar Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.
„En þeim varð ekki að ósk sinni þar sem 11.000 einstaklingar keyptu hlut í félaginu, margir hverjir til að sýna stuðning í verki, þannig að atlaga þessara niðurrifsafla geigaði. Þegar fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar lagðist á árar með niðurrifsöflunum fannst mörgum að langt væri seilst. Mér virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar þjást af pólitísku ofstæki og skilningsleysi á hvaðan lífsviðurværi þeirra eigin félagsmanna er upprunnið, sem minnir óneitanlega á máltækið „vitið verður ekki í askana látið“.“