- Advertisement -

„Mér líður eins og Steingrímur haldi lýðræðinu í gíslingu“

Björn Leví Gunnarsson, Pia Kjærsgaard og Ásmundur Friðriksson.

„Nú hef ég upplifað ýmsa óheiðarlega og ömurlega taktík af hálfu þingforseta í gegnum tíðina. Þetta er maðurinn sem sakaði okkur Pírata bæði um að ljúga því að Birni Leví hefði verið hótað á forsætisnefndarfundi og skammaði okkur fyri það að leka því af forsætisnefndarfundi á sama tíma. Þetta er maður sem hefur endurtekið stoppað ræður þingmanna Pírata vegna þess að honum líkaði ekki innihald þeirra.

Þetta er maðurinn sem sagði siðanefnd Alþingis að skeyta engu um sannleikann vegna kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar gegn mér. Sami maður og kvittaði upp á að ég hafi látið stjórnast af æsingi frekar en málefnalegum rökum þegar ég sagði að það væri rökstuddur grunur uppi um að Ásmundur hefði svikið út fé. Og sami maður og ákvað að vísa frá kvörtun vegna aksturskostnaðar þessa sama Ásmundar.

Þetta er sami maður og leyfði sér að biðja Piu Kjærsgaard afsökunar fyrir mína hönd, fyrir að mæta ekki á hátíðarfundinn þeirra.

En að hann skuli dirfast að ljúga viðstöðulaust upp á stjórnarandstöðuna í fjölmiðlum, áður en hann lætur svo lítið en að svara beiðni þeirra um fund eftir dramakast dagsins í dag, finnst mér virkilega ömurlegt. Þessi framkoma er svo yfirgengilega óheiðarleg af hálfu forseta að hann hefur slegið nýtt met.

Mér líður eins og Steingrímur haldi lýðræðinu í gíslingu. Hann sleppir því ekki nema við hin hlýðum og þegjum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: