Fréttir

Menntafólk flýr Ísland

By Miðjan

September 02, 2024

Fjölmiðlar Í Sonum Egils í gær voru meðal gesta Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Félags verkfræðinga.

Báðar sögðu að margir félagsmenn þeirra hafi flutt af landi brott. Svana Helen sagði að sennilega hafi félaginu borist eins margar fyrirspurnir um atvinnu erlendis, og nú.

Steinunn sagði fleira en launin valda því að læknar leiti í atvinnu í öðrum löndum. Hér vanti fólk til að manna allar stöður og þvert á vilja sinn þurfa læknar oft að vinna mun lengri vinnudaga en læknar kjósa sér. Oft sé það þannig að lokinni krefjandi vakt sé enginn læknir til að taka við. Því verða vinnudagar oft afar langir.

Önnur vinnuskilyrði kom einnig til tals.

Háskólamenntað fólk er flest í samningaviðræðum við ríkið. Lítið miðar.

Steinunn sagði að læknar útiloki ekki verkföll.

Hér er hægt að hlusta á þátt gærdagsins.