Menningarsnauður þingflokkur Sjálfstæðisflokks
Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sendir núverandi þingmönnum flokksins skeyti í grein sem birt er í Mogganum í dag.
Þar bendir Vilhjálmur á og nefnir marga menningarviðburði sem hann hefur sótt, og segir síðan:
„Þeir viðburðir, sem sá er þetta ritar sótti, voru þokkalega sóttir. Þó voru sæti fyrir fleiri en þá sem vildu mæta. Aðeins einn þjóðkjörinn fulltrúi mætti á tónleika unga fólksins. Það var menntamálaráðherrann. Skal það þakkað og vekur væntingar um stuðning. Fyrrverandi félagar mínir í þingflokki Sjálfstæðisflokksins mæta fremur þar sem fólk í Sjálfstæðisflokknum kemur saman en þar sem meginhluti kjósenda mætir. Það er engin furða að Flokkurinn hefur aðeins 16 þingmenn.
Nema að því góða fólki þyki það ljótt að sinna nokkrum hlut, sem er fallegur!“