Fréttir

Menningarlúðrar Samfylkingarinnar

By Miðjan

March 05, 2023

Við morgunlesturinn staldraði ég við stutta grein eftir Jón Viðar Jónsson. Tek undir með honum. Hann skrifaði:

„Eins og við öll munum talaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma um að hún vildi innleiða „samræðustjórnmál“ í stað „átakastjórnmála“ (sem allir vissu að þýddi Davíð Oddsson og allir hans einræðistilburðir). Nú liggur fyrir að samflokksmaður hennar og eftirmaður ætlar að slátra einni mikilvægustu stofnun Reykjavíkurborgar með einu pennastriki, án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við stjórnendur safnsins, safnafólk almennt, nú eða okkur sem þekkjum safnið náið eftir að hafa notið frábærrar þjónustu þess í áratugi. Það væri fróðlegt að heyra hvað henni finnist um þessa stjórnarhætti eftirmannsins – en líkast til kýs hún að þegja þunnu hljóði eins og flestir ef ekki allir menningarlúðrar Samfylkingarinnar gera nú.