Fréttir

Mengungarkröfur langtum minni á Íslandi

By Miðjan

April 11, 2014

Sigurður Ingi Jóhannsson umhvefisráðherra sagði, á Alþingi í gær þegar hann átti orðastað við Ólaf Þór Gunnarsson, varaþingmann VG, að kröfur Alþjóðaheilbrigðisstonfunarinnar sé þrisvar sinnum hærri en gert er hér, þegar hann talaði um mengun frá útbæstri frá Hellisheiðarvirkjun. Ráðherrann sagði að menn gefi sér talsvert mismunandi forsendur, hvort áhrifin eru sviði í augum eða í öndunarfærum eða eitthvað annað.

Hann sagði rétt sem kom fram, fyrr í umræðunni hjá Ólafi Þór, að nokkuð óljóst er hver áhrifin eru. „Þau eru óneitanlega talsverð á fólk sem til að mynda á við astma að stríða.“

Ef menn skoða þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er með eru þau þrisvar sinnum hærri en þau mörk sem hafa verið sett á Íslandi. Það eru til bæði lægri mörk og hærri mörk hjá löndum og þjóðum, hvort sem þau eru með mikil jarðhitaverkefni í sínum löndum eður ei. Það eru talsvert mismunandi forsendur sem menn gefa sér, hvort áhrifin eru sviði í augum eða í öndunarfærum eða eitthvað annað.

 

Ráðherra sagði að Orkuveitan hafi óskað eftir undanþágu vegna þess að verkefni sem þeir hafa unnið að í mjög langan tíma og er mjög spennandi verkefni, að dæla niður hluta af þessum efnum, er nýlega farið í gang.

„En menn horfa auðvitað mjög mikið til þessa verkefnis sem Orkuveitan hefur staðið að og er mjög spennandi vísindalegt verkefni, að geta dælt aftur niður í jörðina hluta af þeim efnum sem koma upp.“

Ólafur Þór, sem í aðalstarfi er velmetinn læknir sagði meðal annars að Sigurður Ingi hafi komð inn á að ekki væri nægilega mikið vitað um heilsufarsáhrif af brennisteinsvetni. „Það er alveg rétt. En við skulum ekki gleyma því, hv. þingmenn, að sagan geymir ótal tilvik þar sem menn hafa ekki vitað almennilega hvað bjó undir, menn hafa ekki vitað hver heilsufarsvandinn gæti orðið síðar. Stundum hefur hann komið fram tugum ára síðar og við skulum muna að helstu þolendurnir í þessu máli eru börn.“