- Advertisement -

Meirihlutinn ræður afdrifi fyrirspurna

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru ósáttir við hvernig meirihlutinn einn ræður hvað verður um fyrirspurnir sem óskað er svara við.

„Tilgangurinn með að senda inn fyrirspurnirnar áður en dagskráin er send út er að þær verði settar á dagskrá fundarins undir almennum liðum svo tækifæri gefist til að fylgja þeim eftir og hafa áhrif á hvert þær eru sendar til umsagnar. Það eru ekki boðleg vinnubrögð að fyrirspurnir og tillögur séu afgreiddar með einhliða ákvörðun meirihlutans um meðferð þeirra,“ segir í bókun sjálfstæðisfólksins í borgarráði.

„Neðangreindar fyrirspurnir sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrir fundinn kalla allar á eftirfylgni og umræðu:

Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna breytinga á vinnuaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað við endurbætur á steinbæ við Holtsgötu.

Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áhrif fasteignaverðs og fasteignagjalda á leiguverði félagsbústaða.

Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa um samskipti Reykjavíkurborgar við Félagsbústaði eftir álit umboðsmanns Alþingis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: