- Advertisement -

Meirihlutinn í afneitun um vanrækslu á viðhaldi grunnskólanna

Allt sagt í góðu á þriðudaginn. Það reyndist kolrangt.

„Viðhald með skólabyggingum hefur verið með ágætum undanfarin ár. Viðhald fasteigna borgarinnar hefur kostað um þrjá milljarða á ári undanfarin þrjú ár og hefur meirihluti þeirra runnið til viðhalds leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila,“ þetta segir í bókun meirihlutans í borgarráði. Það var á þriðjudaginn sem þessi fullyrðing var sett fram.

Fossvogsskóli: „Það vantaði fjármagn til að fara í nauðsynlegt viðhald.“

„Það vantaði fjármagn til að fara í nauðsynlegt viðhald. Það var sparað, það var verið að halda úti starfi með börnunum, ekki skera niður starfsmannahaldið, þetta var fyrstu árin eftir hrun en núna er komið mun meira fjármagn til að fara í viðhald þannig eins og ég segi við komumst þangað,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í sjónvarpsfréttum Rúv í kvöld, sunnudag.

Breiðholtsskóli. Meirihlutinn sagði á þriðjudaginn: „Viðhald með skólabyggingum hefur verið með ágætum undanfarin ár.“

„Mikilvægt er að borgin spari ekki um of í viðhaldi skólabygginga þannig að skemmdir enda er hætta á því að slíkur sparnaður leiði á endanum til töluvert meiri kostnaðar og röskun á skólahaldi,“ segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá borgarráðsfundinum á þriðjudag.

Í frétt rúv í kvöld sagði: „Grunur er um myglu í fjórum skólum í Reykjavík. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs segist skilja óánægju foreldra og starfsfólks með stöðuna, sem skýrist af viðhaldsleysi. Gera á heildarúttekt á skólabyggingum í sumar.

Staðfesting á myglu hefur fengist í tveimur skólum og vísbendingar eru um myglu í tveimur til viðbótar.  „Það eru byrjaðar framkvæmdir í Breiðholtsskóla, þar sem er verið að hreinsa leka og stöðva myglu. Svo er í athugun í Ártúnsskóla, það er á tveim, þrem stöðum þar sem starfsmenn hafa fundið fyrir einkennum og verið að fara í könnun á því og svo þurfum við að skoða aðeins í Seljaskóla. Þetta er það sem ég veit af,“ sagði Helgi Grímsson í fréttinni.

Helgi Grímsson segir að gera verði heildarúttekt á öllum skólum borgarinnar.

Því athyglisverðara er að meirihlutinn fullyrði að: „Viðhald með skólabyggingum hefur verið með ágætum undanfarin ár.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: