- Advertisement -

Meirihlutinn felldi tillögu Sönnu um aðstoð við fátækustu borgarbúana

„Borgarstjórn samþykkir að innheimta ekki gjald fyrir leikskóladvöl, grunnskólamáltíðir, og frístundastarf á vegum borgarinnar, hjá þeim sem eru með minni tekjur en lágmarkslaun. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf miðast nú við 351.000 krónur á mánuði,“ þannig er upphaf af tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í borgarstjórn Reykjavíkur.

„Á meðan tekjur öryrkja, fólks á fjárhagsaðstoð og annarra lágtekjuhópa eru svo lágar, samþykkir Reykjavíkurborg að gjaldtaka fari ekki fram fyrir þá þjónustu sem hún veitir til barna þeirra. Nú þegar hefur verið samþykkt að afnema gjaldtöku fyrir hvert barn sem er með lögheimili og á framfæri foreldris sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu. Um þjónustugreiðslur er að ræða þar sem verið er að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar aðgang að ákveðinni þjónustu borgarinnar. Sú tillaga er tilkomin úr vinnu stýrihóps sem fjallaði um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Fátækt og skortur er víða í samfélaginu og það sem Reykjavíkurborg getur gert til að sporna gegn því er að afnema gjaldtöku hjá þeim fjölskyldum sem hafa lágar tekjur. Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra efni tillögunnar.“

Meirihlutinn felldi tillöguna, Sjálfstæðisflokkur sagði pass og sat hjá. Miðflokkur og Flokkur fólksins greiddi atkvæði með tillögunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: